EKTA Ráðgjöf

Takk fyrir að kíkja við á síðunni okkar. Endilega skoðaðu þig um og láttu eins og heima hjá þér. Við bjóðum þér faglegt, hlýlegt og öruggt umhverfi þar sem þú getur fundið ró, styrk og stuðning. Hjá okkur er hver einstaklingur einstakur og fær sérsniðna þjónustu.

EKTA Ráðgjöf stofan

Starfsfólkið Okkar

Smelltu á spjald meðferðaraðila til að sjá nánar um sérhæfingu.

SSB
Sigurbjörg Sara Bergsdóttir
Í ráðgjöf sinni leitast Sigurbjörg Sara við að hjálpa fólki að takast á við áföll, finna sinn innri styrk, byggja upp sjálfstraust og læra að þekkja og elska sjálfan sig sem er farvegur fyrir gleði, frið og sátt.
Smelltu til að skoða
HEB
Hlín Elfa Birgisdóttir
Hlín leitast eftir að hjálpa einstaklingum við úrlausn áfalla, kvíða og þunglyndis. Innri friður er alltaf í forgrunni í allri meðferðarvinnu Hlínar. Í vinnu sinni starfar Hlín eftir siðareglum félagsráðgjafa (hér)
Smelltu til að skoða
BBH
Berglind Björk Hreinsdóttir
Berglind Björk styður einstaklinga við að vinna úr áföllum, draga úr kvíða, styrkja sjálfsmynd og finna jafnvægi í lífinu. Hún nýtir einstaklingsmiðaða og gagnreynda nálgun til að efla innri styrk, sjálfstraust og vellíðan. Með aðferðum eins og TRM áfallameðferð, ACT, jákvæðri sálfræði, markþjálfun og núvitund leiðir hún þig í átt að betri líðan og innri sátt – með hlýju og fagmennsku að leiðarljósi.
Smelltu til að skoða